Islandés

por Astvaldur Astvaldsson

Trúarjátning

Ég trúi hina almáttugu Lífsmóður

skapara himna og Jarðarinnar.

Ég trúi á Manninn, hans þróaða Son

getinn í brennandi framvindu tímans,

í framsókn þrátt fyrir Pílatusana

og höfunda kreddu og kúgunakenninga

til að undiroka Lífið og koma því í gröfina.

En Lífið deyr aldrei

og Maðurinn heldur stefnunni sinni inn í framtíðina.

Ég trúi á sjóndeildarhring andans

sem er alheimsorka veraldarinnar.

Ég trúi á Mannkyn í sífeldri framrás.

Ég trúi á eilíft Líf.          Amen.